Skoðum brjóstin allt árið Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Helga Tryggvadóttir skrifa 30. október 2023 10:01 Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun