Mætir með tuttugu ára reynslu hjá Ölgerðinni til Kælitækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 10:13 Valur Ásberg hefur störf hjá Kælitækni á miðvikudag. Kælitækni Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann lét af störfum hjá Ölgerðinni í mars síðastliðnum. Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni. Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni.
Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira