HS Orka jók hlutafé um 5,6 milljarða til að kaupa virkjanir af tveimur fjárfestum
Hlutafé HS Orku var aukið um 5,6 milljarða króna til að fjármagna kaup á tveimur vatnsaflsvirkjunum í Seyðisfirði en viðskiptin voru „að stærstum hluta“ fjármögnuð með eiginfjárframlagi frá hluthöfum orkuframleiðandans. Seljandi var Kjölur fjárfestingarfélag, sem er í eigu tveggja manna, en það seldi hlut sinn í GreenQloud fyrir um tvo milljarða króna árið 2017. Eigendur Kjalar stofnuðu skemmtistaðinn Sportkaffi rétt fyrir aldamót.