Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Inga Sæland skrifar 31. október 2023 09:30 Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun