Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er aðeins fimmtán ára gömul en hefur farið á kostum í Subway deild kvenna í vetur. S2 Sport Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum