Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100.
Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir.
Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi.
Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar.
Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári.
Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni.
Úthlutunarlistinn er eftirfarandi:
Árvakur hf. |
107,155,187 |
Birtíngur útgáfufélag ehf. |
20,032,898 |
Bændasamtök Íslands |
20,816,416 |
Eigin herra ehf. |
3,103,234 |
Elísa Guðrún ehf. |
5,931,816 |
Eyjasýn ehf. |
2,367,395 |
Fótbolti ehf. |
7,678,544 |
Fröken ehf. |
10,974,262 |
Hönnunarhúsið ehf. |
1,600,769 |
Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. |
4,020,746 |
MD Reykjavík ehf. |
7,855,101 |
Mosfellingur ehf. |
2,107,530 |
Myllusetur ehf. |
33,997,545 |
Nýprent ehf. |
5,950,249 |
Prentmet Oddi ehf. |
4,836,300 |
Saganet – Útvarp Saga ehf. |
4,732,544 |
Sameinaða útgáfufélagið ehf. |
54,701,442 |
Skessuhorn ehf. |
15,826,217 |
Sólartún ehf. |
16,119,419 |
Steinprent ehf. |
2,616,804 |
Sýn hf. |
107,155,187 |
Tunnan prentþjónusta ehf. |
3,801,810 |
Útgáfufélag Austurlands ehf. |
7,460,416 |
Útgáfufélagið ehf. |
6,713,182 |
Víkurfréttir ehf. |
12,962,661 |
Vísir er í eigu Sýnar hf.