Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fréttir af flugi Skagafjörður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun