Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:00 Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 19 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot þegar Hamar vann sigur á Álftanesi í febrúar. Vísir/Vilhelm Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira