Framhaldsskólar – breytt áform Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Vinstri græn Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun