Hættu! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2023 19:00 Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun