Ísland gæti spilað heimaleiki í kringum London, Köben eða Alicante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með íslenska landsliðinu í umspilaleikjunum næsta vor. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun leika heimaleiki sína í byrjun næsta árs á erlendri grundu. Ekki liggur fyrir hvar spilað verður, en Norðurlöndin koma sterklega til greina. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti líka leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir karlamegin gætu orðið tveir en fyrri leikurinn fer fram 21. mars og ef sá leikur vinnst verður spilað aftur 26. mars um sæti á lokamóti Evrópumótsins. Dregið verður í umspilið 23. nóvember. Stefán Árni Pálsson ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um stöðuna í þessu máli. Mögulegir vellir kynntir fyrir stjórninni „Það var kynntur fyrir stjórninni listi í gær með nöfnum nokkurra valla sem við erum búin að finna og teljum henta okkar liði vel, bæði á Norðurlöndunum og á Spáni. Næsta skref er að senda aftur erindi til UEFA,“ sagði Klara. „Við erum búin að kynna þetta fyrr UEFA en nú eru hlutirnir að raungerast. Það sem við gerum núna er að taka viðræður við UEFA og fá heimild til að leika utan Íslands,“ sagði Klara. Einhver umræða hefur verið um að Ísland leiki heimaleiki sína á varaliðsvelli Manchester City. KSÍ hefur aftur á móti slegið það út af borðinu. „Við teljum eftir betri skoðun að sá völlur komi ekki til greina. Hann fullnægir ekki kröfum UEFA. Við erum búin að afskrifa þann völl í okkar plönum,“ sagði Klara. Samgöngur skipta máli við valið „Við erum að horfa til ýmissa þátta eins og alþjóðlega flugvalla og samgangna. Að það sé auðvelt fyrir okkur að komast þangað með starfsmenn sem þarf við leikinn. Svo er það liðið sjálft og stuðningsmenn þurfa að ferðast þangað. Að við höfum líka eitthvað uppsópssvæði fyrir íslenska stuðningsmenn,“ sagði Klara. „Við erum að horfa á svæðið í kringum Kaupmannahöfn. Við erum að horfa á Bretland í kringum London og við erum að horfa líka á Alicante. Við höfum líka verið að horfa á Amsterdam og þar með á bæði Holland og Belgíu. Við erum með þessi svæði undir,“ sagði Klara.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira