Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 82-70 | Kaflaskiptur tapleikur þegar Helena bætti leikjametið Árni Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2023 17:57 vísir/bára Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Rúmeníu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og lék fantagóðan varnarleik lengst af leik en sóknarleikurinn vildi ekki fylgja með og úr því varð að Ísland tapaði með 12 stiga mun í Constanta. Helena Sverrisdóttir bætti leikjametið fyrir íslenska landsliðið og skoraði fjögur stig í 80. landsleik sínum. Íslenska landsliðið byrjaði mjög vel og náði að komast yfir og stoppaði það sem Rúmenar ætluðu að gera lengi framan af fyrsta leikhluta en eftir að Rúmenar náðu vopnum sínum þá sneru þær taflinu við og keyrðu fram úr okkar konum. Þær settu niður sex þriggja stiga skot í níu tilraunum og frá því að vera 8-3 yfir þá endaði íslenska liðið tíu stigum undir þegar fyrsti leikhlutinn leið undir lok. Staðan 29-19 þegar 10 mínútur voru búnar. Annar leikhluti hófst og sóknarleikurinn náði ekki að fylgja góðum varnarleik og því var munurinn kominn í 14 stig því Rúmenar náðu í körfur en þegar á leið náði íslenska liðið bæði að stoppa Rúmenana og skora körfur hinum megin og munurinn var nagaður niður í sjö stig þegar flautað var til hálfleiks. Það var því von um enn frekari viðsnúnig þegar seinni hálfleikur myndi hefjast. Sú von var fljótt slökkt þegar Rúmenarnir skoruðu fimm fyrstu stig síðari hálfleiks og var sem að íslenska liðið kæmi ekki tilbúið til leiks. Járnið var allavega ekki hamrað á meðan það var heitt. Munurinn þess vegna kominn aftur yfir 10 stig og eltinarleikurinn þurfti að hefjast á nýtt. Eltingarleikur sem íslenska liðið náði hvorki að hefja og hvað þá ljúka. 11 stiga munur var á liðunum fyrir þriðja leikhluta en stað var 65-54. Helena Sverrisdóttir skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta en næstu fjögur stig voru frá heimakonum þannig að um leið og glóð birtist var stigið á hana og henni ekki leyft að blossa af rúmenska liðinu. Þegar Ísland náði að stoppa sóknir heimakvenna þá fylgdu ekki körfur með en Rúmenar náðu að viðhalda eðlilegum takti og gekk á lagið þegar ekkert gekk hjá Íslandi sóknarlega. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum voru Íslendingar búnar að skora fjögur stig í fjórða leikhluta og komnar í 58 stig en Rúmenar komnar í 80 stig og munurinn því 22 stig. Það er hinsvegar virðingarvert að íslenska liðið lagði ekki árar í bát heldur söxuðu niður forskotið um tíu stig til að gefa liðinu meiri möguleika á að vinna innbyrðis gegn Rúmeníu en það er trú blaðamanns að það sé góður möguleiki. Síðasta áhlaup leiksins var leitt áfram af nýjasta landsliðsmanni okkar henni Ísold Sævarsdóttur en hún skoraði sex síðustu stig liðsins til að ná muninum niður í 12 stig þegar yfir lauk en lokastaðan 82-70. Afhverju tapaði Ísland? Það má segja að leikurinn hafi verið of kaflaskiptur og að báðir þættir leiksins hafi ekki náð að haldast í hendur. Það er að segja þegar fínn varnarleikur var leikinn þá náði sóknarleikurinn ekki að fylgja og of oft duttu báðir hlutar niður. Þetta lið er hinsvegar ekki mjög reynslumikið en það er mikið af gæðum innan þess og þegar liðið verður búið að spila meira saman þá mun góðu mínútunum fjölga. Bestar á vellinum? Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst allra á vellinum en hún skoraði 23 stig. Thelma Dís Ágústsdóttir var henni næst með 16 stig og Ísold Sævarsdóttir skoraði níu stig í frumraun sinni. Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með níu stoðsendingar en átta af þeim komu í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Ísland tapaði frákastabaráttunni illa 44-30 og skotnýting liðsin var ekki nógu góð heilt yfir. Ísland hitti úr 36% skota sinna gegn 44% skota Rúmena og svo talsverður munur á vítum liðanna en Rúmenar hittu úr 22 vítum gegn 16 vítum Íslands en sex af þeim komu á síðustu mínútunum. Tölfræði sem vekur athygli Allir leikmenn liðsins fengu að spila í dag og allar nema Dagbjört Dögg Karlsdóttir komust á blað. Það hlýtur að gefa góða raun að þjálfarateymið treystir öllum leikmönnum til að spila en eins og ég sagði þá sér maður að það eru gæði í hópnum og vonandi verður hægt að búa til gott landslið úr þessum hóp. Í hópnum er einnig að finna Helenu Sverrisdóttir sem skoraði fjögur stig í dag. Leikurinn í dag var 80. landsleikur hennar fyrir Ísland og er hún því orðin leikjahæst íslenskra landsliðskvenna. Hún skoraði og spilaði kannski lítið en við eigum hana inni enda er hún nýstigin upp úr erfiðum meiðslum og reynsla hennar mun nýtast vel væntanlega þegar fram líða stundir fyrir þennan hóp. Hvað næst? Flug heim til Íslands og leikur við Tyrki á sunnudag í Ólafssal. Tyrkland sýndi mátt sinn og megin með því að kjöldraga Slóvaka fyrr í dag en leikar enduðu 75-40 fyrir Tyrki og ljóst að verkefni sunnudagsins er ekki léttara en verkefni dagsins í dag. Landslið kvenna í körfubolta
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Rúmeníu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og lék fantagóðan varnarleik lengst af leik en sóknarleikurinn vildi ekki fylgja með og úr því varð að Ísland tapaði með 12 stiga mun í Constanta. Helena Sverrisdóttir bætti leikjametið fyrir íslenska landsliðið og skoraði fjögur stig í 80. landsleik sínum. Íslenska landsliðið byrjaði mjög vel og náði að komast yfir og stoppaði það sem Rúmenar ætluðu að gera lengi framan af fyrsta leikhluta en eftir að Rúmenar náðu vopnum sínum þá sneru þær taflinu við og keyrðu fram úr okkar konum. Þær settu niður sex þriggja stiga skot í níu tilraunum og frá því að vera 8-3 yfir þá endaði íslenska liðið tíu stigum undir þegar fyrsti leikhlutinn leið undir lok. Staðan 29-19 þegar 10 mínútur voru búnar. Annar leikhluti hófst og sóknarleikurinn náði ekki að fylgja góðum varnarleik og því var munurinn kominn í 14 stig því Rúmenar náðu í körfur en þegar á leið náði íslenska liðið bæði að stoppa Rúmenana og skora körfur hinum megin og munurinn var nagaður niður í sjö stig þegar flautað var til hálfleiks. Það var því von um enn frekari viðsnúnig þegar seinni hálfleikur myndi hefjast. Sú von var fljótt slökkt þegar Rúmenarnir skoruðu fimm fyrstu stig síðari hálfleiks og var sem að íslenska liðið kæmi ekki tilbúið til leiks. Járnið var allavega ekki hamrað á meðan það var heitt. Munurinn þess vegna kominn aftur yfir 10 stig og eltinarleikurinn þurfti að hefjast á nýtt. Eltingarleikur sem íslenska liðið náði hvorki að hefja og hvað þá ljúka. 11 stiga munur var á liðunum fyrir þriðja leikhluta en stað var 65-54. Helena Sverrisdóttir skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta en næstu fjögur stig voru frá heimakonum þannig að um leið og glóð birtist var stigið á hana og henni ekki leyft að blossa af rúmenska liðinu. Þegar Ísland náði að stoppa sóknir heimakvenna þá fylgdu ekki körfur með en Rúmenar náðu að viðhalda eðlilegum takti og gekk á lagið þegar ekkert gekk hjá Íslandi sóknarlega. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum voru Íslendingar búnar að skora fjögur stig í fjórða leikhluta og komnar í 58 stig en Rúmenar komnar í 80 stig og munurinn því 22 stig. Það er hinsvegar virðingarvert að íslenska liðið lagði ekki árar í bát heldur söxuðu niður forskotið um tíu stig til að gefa liðinu meiri möguleika á að vinna innbyrðis gegn Rúmeníu en það er trú blaðamanns að það sé góður möguleiki. Síðasta áhlaup leiksins var leitt áfram af nýjasta landsliðsmanni okkar henni Ísold Sævarsdóttur en hún skoraði sex síðustu stig liðsins til að ná muninum niður í 12 stig þegar yfir lauk en lokastaðan 82-70. Afhverju tapaði Ísland? Það má segja að leikurinn hafi verið of kaflaskiptur og að báðir þættir leiksins hafi ekki náð að haldast í hendur. Það er að segja þegar fínn varnarleikur var leikinn þá náði sóknarleikurinn ekki að fylgja og of oft duttu báðir hlutar niður. Þetta lið er hinsvegar ekki mjög reynslumikið en það er mikið af gæðum innan þess og þegar liðið verður búið að spila meira saman þá mun góðu mínútunum fjölga. Bestar á vellinum? Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst allra á vellinum en hún skoraði 23 stig. Thelma Dís Ágústsdóttir var henni næst með 16 stig og Ísold Sævarsdóttir skoraði níu stig í frumraun sinni. Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með níu stoðsendingar en átta af þeim komu í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Ísland tapaði frákastabaráttunni illa 44-30 og skotnýting liðsin var ekki nógu góð heilt yfir. Ísland hitti úr 36% skota sinna gegn 44% skota Rúmena og svo talsverður munur á vítum liðanna en Rúmenar hittu úr 22 vítum gegn 16 vítum Íslands en sex af þeim komu á síðustu mínútunum. Tölfræði sem vekur athygli Allir leikmenn liðsins fengu að spila í dag og allar nema Dagbjört Dögg Karlsdóttir komust á blað. Það hlýtur að gefa góða raun að þjálfarateymið treystir öllum leikmönnum til að spila en eins og ég sagði þá sér maður að það eru gæði í hópnum og vonandi verður hægt að búa til gott landslið úr þessum hóp. Í hópnum er einnig að finna Helenu Sverrisdóttir sem skoraði fjögur stig í dag. Leikurinn í dag var 80. landsleikur hennar fyrir Ísland og er hún því orðin leikjahæst íslenskra landsliðskvenna. Hún skoraði og spilaði kannski lítið en við eigum hana inni enda er hún nýstigin upp úr erfiðum meiðslum og reynsla hennar mun nýtast vel væntanlega þegar fram líða stundir fyrir þennan hóp. Hvað næst? Flug heim til Íslands og leikur við Tyrki á sunnudag í Ólafssal. Tyrkland sýndi mátt sinn og megin með því að kjöldraga Slóvaka fyrr í dag en leikar enduðu 75-40 fyrir Tyrki og ljóst að verkefni sunnudagsins er ekki léttara en verkefni dagsins í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti