Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:18 Spænskir sósíalistar undir stjórn Pedro Sanchez ná samkomulagi við katalónska aðskilnaðarsinnum um uppreist æru. Getty/Eduardo Parra Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira