Íslenska liðið mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2024.
Gylfi er meiddur og verður ekki með í leikjunum. Í hans stað kemur Andri Lucas Guðjohnsen. Þeir eru liðsfélagar hjá danska félaginu Lyngby.
Gylfi átti frábæra endurkomu í íslenska landsliðið í síðasta verkefni og bætti markamet landsliðsins með því að skora tvö mörk á móti Liechtenstein.
Þetta er ekki eina breytingin á hópnum. Mikael Neville Anderson er einnig meiddur og í hans stað kemur Mikael Egill Ellertsson.
Breyting á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir nóvember-leikina við Slóvakíu og Portúgal. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur og verður ekki með. Í hans stað kemur Andri Lucas Guðjohnsen. pic.twitter.com/q0yqp8ouGE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2023