Réttur til að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum vinnu– boltinn er hjá stjórnvöldum Magnús M. Norðdahl skrifar 10. nóvember 2023 17:01 Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Samþykkt ILO - Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, C-190, er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Hún var samþykkt á 100 ára afmælisþingi ILO í júní 2019 og tók gildi 25. júní sama ár. Samþykktin felur í sér sögulegt tækifæri til að móta framtíð sem byggir á reisn og virðingu fyrir þeim grundvallar réttindum alls launafólks að vera laust við ofbeldi og áreitni í tengslum við vinnu sína. Með ofbeldi og áreitni er átt við óviðunandi athafnir eða hegðun, einstök tilvik eða endurtekin, sem leiða eða geta leitt til líkamlegs, sálræns, kynferðislegs eða fjárhagslegs tjóns. Um getur verið að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi og hótanir, kynferðislega áreitni, einelti o.fl. Hún gildir um ofbeldi eða áreitni sem á sér stað inni á vinnustöðum eða þar sem vinna er innt af hendi, í vinnuferðum, í vinnutengdum samskiptum þar á meðal rafrænum, í húsnæði sem atvinnurekandi leggur launafólki til og einnig á leið til og frá vinnu. Gerendur geta verið atvinnurekendur, stjórnendur, aðrir yfirmenn, samstarfsmenn sem og þriðju aðilar eins og viðskiptavinir, ættingjar atvinnurekanda eða vinir þeirra sem og þeir sem veita atvinnurekenda þjónustu. Gildissvið samþykktarinnar er því mjög víðtækt. Samþykktin notar hugtakið „kynbundið ofbeldi og áreitni“ en með því er átt við ofbeldi og áreitni sem beint er að manneskju vegna kyns hennar eða kynskilgreiningar. Konur eru mest útsettar fyrir ofbeldi í heimi vinnunnar og ein af hverjum þremur, óháð efnahag eða stöðu, upplifa eða hafa upplifað kynbundið ofbeldi eða áreitni. Eins og gildir um aðrar samþykktir ILO, verða aðildarríki ILO ekki formlega bundin af þeim fyrr en þau fullgilda þær. Eftir fullgildingu er þeim skilt að innleiða þær og setja nauðsynleg lög og gera aðrar ráðstafanir til þess að fylgja efni þeirra eftir. Það sem þeim m.a. ber að gera hvað varðar C-190 til þess að koma í veg fyrir og útrýma ofbeldi og áreitni á vinnumarkaði er auk lagasetningar m.a. að tryggja að í viðeigandi stefnumótun séu þessir þættir ávarpaðir; eftirlits- og eftirfylgni ferlar þ.m.t. vegna rannsókna á brotum verði styrktir á vettvangi vinnueftirlits eða annarra viðeigandi stofnana; fórnarlömbum verði tryggð úrræði og stuðningur; viðurlög við brotum séu fullnægjandi auk þess sem þróa skal leiðbeiningar og fræðsluefni. Ísland greiddi samþykktinni atkvæði sitt á þingi ILO og skömmu síðar var tekin ákvörðun um að hana skyldi staðfesta og innleiða í íslensk lög. Dráttur hefur þó orðið á því að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Alþýðusamband Íslands telur engar hindranir vera í vegi þess að samþykktin verði fullgilt nú þegar og hefur ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld en boltinn er hjá þeim. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og fulltrúi í stjórn ILO.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun