Keisaraskurður án deyfingar Jódís Skúladóttir skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar