„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 09:42 Arnór sést hér (til hægri) berjast um boltann við Hörð Axel, leikmann Álftaness. vísir / anton brink Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01