Þjálfunartíminn Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa 14. nóvember 2023 11:30 Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Börn og uppeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun