Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2023 11:15 Konráð þekkir markaðinn mæta vel. Hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið marga grátt undanfarin misseri og úrvalsvísitalan hrunið um tuttugu prósent á einu ári. Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli
Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira