Aðförin að íslenskri skák Bragi Þorfinnsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun