„Þessu er ekki lokið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 13:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira