Fótbolti

„Þessu er ekki lokið“

Aron Guðmundsson skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti.

Hareide, sem tók við þjálfun ís­lenska lands­liðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa bar­áttuna í undan­keppninni upp á bátinn þó svo að Ís­land þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hag­stæð úr­slit í öðrum leikjum.

„Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fót­boltanum og við þurfum, svo lengi sem það er mögu­leiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiks­loka í loka­um­ferðinni og sjá hvað setur.

Það er einn hluti af þessari veg­ferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögu­legum anstæðingum okkar í um­spili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úr­slit.

Með því byggjum við upp sjálfs­traustið í liðinu. Við höfum verið ó­heppnir og ekki nægi­lega góðir í nokkrum leikjum en aðal­lega ó­heppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfs­marki.“

Slóvakía sé næst­besta liðið í riðlinum sam­kvæmt töflunni.

„Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir mögu­leikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikil­vægt fyrir okkur að vera sam­keppnis­hæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“

En býr enn trú meðal ís­lenska lands­liðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undan­keppni?

„Það getur margt gerst í fót­boltanum. Það er það fal­lega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úr­slit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“

Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×