Börnin frá Grindavík Orri Páll Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2023 22:40 Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun