Láta sér ekki leiðast: Sá reynslumesti klárar stúdentinn | „Mikið í meðhöndlun“ Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 11:00 VIð spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir hefðu fyrir stafni á dauðum stundum í landsliðsverkefnum. Vísir/Samsett mynd Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta. Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lisabon. Ísland mætir til leiks án þess að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum eftir þungt 4-2 tap gegn Slóvakíu á fimmtudaginn síðastliðinn. Það skal engum dyljast að á meðan á landsliðsverkefnum stendur er nóg um að vera hjá bæði þjálfarateymi, leikmönnum og öðru starfsliði íslenska landsliðsins og að nægu að huga. Við spurðum nokkra leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hvað þeir geri milli æfinga, leikja og funda í landsliðsverkefnum til þess að stytta sér stundir. Athuga ber að viðtölin voru tekin í Vínarborg á þriðjudaginn síðastliðinn þar sem að landsliðið undirbjó sig fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Aron Einar Gunnarsson (103 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Aron Einar: Hvað gera leikmenn til að stytta sér stundir? „Staða mín er bara þannig að ég er mikið í meðhöndlun. Þá er ég að klára stúdentinn á fjölgreinabraut. Svo eru menn annað hvort bara í Play Station eða slaka á. Endurheimt er mjög mikilvæg í þessum bransa sem við erum í. Sérstaklega þar sem að stutt er á milli leikja hjá mönnum.“ Arnór Ingvi Traustason (52 A-landsleikir, 5 mörk): Klippa: Arnór Ingvi: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Sjúkraþjálfararnir fá að finna fyrir því. Við erum að pútta, hendum okkur í spa-ið og það er spilað. Og eins hér í Vín (þar sem Arnór spilaði á sínum tíma hjá Rapid Wien) þá hef ég farið og hitt fólk sem ég kynntist hér á sínum tíma. Það er margt í boði en svo er það bara slökun líka.“ Orri Steinn Óskarsson(5 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Orri Steinn: Hvað gera landsliðsmenn til að stytta sér stundir? „Það er bara mismunandi eftir mönnum. Ég persónulega er mikið í því að spila spil, kíkja út í göngutúra, horfa á þætti eða vera eitthvað með strákunum. Það er bara mjög rólegt og maður safnar kröftum fyrir æfingar og leiki. Maður vill ekki vera gera eitthvað of mikið. Maður kíkir kannski í spa-ið en það er bara mjög fínt að vera á góðum hótelum og slaka bara á.“ Arnór Sigurðsson (29 A-landsleikir, 2 mörk): Klippa: Arnór Sig: Hvað gera landsliðsmenn til þess að stytta sér stundir? „Ég er mikið að spila lúdó svo er vinsælt að spila tíu. Ég er reyndar ekki kominn inn í það teymi. Svo er maður inni í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurunum að spjalla. Við hittumst ekki oft og því er alltaf gaman og nóg að segja frá þegar að við komum saman aftur. Þetta er öðruvísi en hjá félagsliði manns. Margir af leikmönnum landsliðsins eru góðir vinir manns til langs tíma. Leikmenn sem maður hefur þekkt upp öll yngri landsliðin. Það er alltaf extra skemmtilegt að hanga á hótelinu, spila og gera nánast ekki neitt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira