Orkulaus ríkisstjórn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 09:54 Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun