Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 11:44 Íslenska landsliðið mun þurfa að tengja saman tvo sigra í mars á næsta ári til að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira