Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 09:56 Íbúar Livingston þurftu að yfirgefa heimili sín á þakkagjörðarhátíðinni. Nú hafa þau fengið að snúa aftur. AP/WTVQ Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio. Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira