Aflagjald í sjókvíeldi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 10:31 Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun