Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Konráð sé hagfræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Warwick háskóla. Hann hafi áður starfað hjá Stefni, dótturfélagi bankans, og áður í greiningardeild bankans.
Konráð hafi verið hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í fjögur ár og starfað að auki tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Þá hafi hann einnig sinnt kennslustörfum, auk þess að starfa hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og við þróunarsamvinnu í Úganda og Tansaníu.
Konráð er fæddur árið 1988, alinn upp á Vopnafirði og er kvæntur Tinnu Isebarn.
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er hinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.