Jóhann Þór: Ætla ekki að fara í sandkassaleik eins og Pétur og Maté Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 20:10 Jóhann Þór Ólafsson var ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Grindavík fékk skell gegn Keflavík þar sem liðið tapaði afar sannfærandi 82-111. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik. „Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira