Stærsti og elsti ísjaki heims á ferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 10:05 Ísjakinn A23a hefur setið fastur í rúma þrjá áratugi en virðist nú laus. AP/Maxar Technologies Einn stærsti ísjaki heimsins og jafnvel sá elsti er á ferðinni í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Ísjakinn sem kallast A23a brotnaði frá Fichner-Ronne íshellunni árið 1986 en festist við botninn í Weddell-hafi. Um tíma var sovésk rannsóknarstöð á ísjakanum. Ísjakinn er um fjögur þúsund ferkílómetrar að stærð, sem samsvarar rúmlega hálfum Vatnajökli, sem er um 7.00 ferkílómetrar. Hann er talinn vera um billjón tonn að þyngd. Nú er A23a hinsvegar aftur laus og kominn á nokkurn hraða. Breskur vísindamaður sagði í viðtali við Reuters að fylgst væri náið með ísjakanum og að sjaldgæft væri að sjá svo stóra ísjaka á ferðinni. Að endingu er talið að ísjakinn muni hljóta sömu örlög og aðrir minni ísjakar sem brotna frá Suðurskautinu. Hann muni fljóta norður á bóginn þar til hafstraumarnir kringum Suðurskautið grípa hann og flytja hann norður á bóginn, þar sem ísjakinn mun bráðna. Talið er mögulegt að ísjakinn muni stranda við Suður-Georgíueyju en það gæti ógnað lífum milljóna sela, mörgæsa og fugla sem nota eyjuna og nærliggjandi sjó til að fjölga sér og afla sér fæðu. Oliver Marsh frá samtökunum Britich Antarctic Survey segir af sjaldgæft að svo stórir ísjakar hreyfist mikið. Þá sé óljóst af hverju A23a sé á ferðinni núna, eftir að hafa verið hreyfingarlaus í rúm þrjátíu ár. Líklegt sé að ísjakinn hafi lést og þannig losnað af sjávarbotninum. Hann segir mögulegt að ísjakinn muni brotna upp í smærri hluta, sem eru sömu örlög og annar risastór ísjaki hlaut árið 2020. Gerist það ekki gæti A23a rekið langt norður á bóginn og allt að ströndum Suður-Afríku. Suðurskautslandið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Um tíma var sovésk rannsóknarstöð á ísjakanum. Ísjakinn er um fjögur þúsund ferkílómetrar að stærð, sem samsvarar rúmlega hálfum Vatnajökli, sem er um 7.00 ferkílómetrar. Hann er talinn vera um billjón tonn að þyngd. Nú er A23a hinsvegar aftur laus og kominn á nokkurn hraða. Breskur vísindamaður sagði í viðtali við Reuters að fylgst væri náið með ísjakanum og að sjaldgæft væri að sjá svo stóra ísjaka á ferðinni. Að endingu er talið að ísjakinn muni hljóta sömu örlög og aðrir minni ísjakar sem brotna frá Suðurskautinu. Hann muni fljóta norður á bóginn þar til hafstraumarnir kringum Suðurskautið grípa hann og flytja hann norður á bóginn, þar sem ísjakinn mun bráðna. Talið er mögulegt að ísjakinn muni stranda við Suður-Georgíueyju en það gæti ógnað lífum milljóna sela, mörgæsa og fugla sem nota eyjuna og nærliggjandi sjó til að fjölga sér og afla sér fæðu. Oliver Marsh frá samtökunum Britich Antarctic Survey segir af sjaldgæft að svo stórir ísjakar hreyfist mikið. Þá sé óljóst af hverju A23a sé á ferðinni núna, eftir að hafa verið hreyfingarlaus í rúm þrjátíu ár. Líklegt sé að ísjakinn hafi lést og þannig losnað af sjávarbotninum. Hann segir mögulegt að ísjakinn muni brotna upp í smærri hluta, sem eru sömu örlög og annar risastór ísjaki hlaut árið 2020. Gerist það ekki gæti A23a rekið langt norður á bóginn og allt að ströndum Suður-Afríku.
Suðurskautslandið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira