Missti ríkisborgararéttinn á sjötugsaldri Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 16:35 Starfsmenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sviptu 62 ára lækni sem hefur búið, starfað og kosið í Bandaríkjunum mest alla sína ævi ríkisborgararétti. Var það gert vegna mistaka sem gerð voru þegar hann fæddist. Getty/Celal Gunes Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt. Hinn 62 árs gamli Siavash Sobhani hefur um árabil starfað sem læknir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðamann Washington Post segist Sobhani hafa sent inn umsókn um nýtt vegabréf í febrúar. Í gegnum árin hafði hann þó nokkru sinnum endurnýjað vegabréf sitt án vandræða en svo fór ekki að þessu sinni. Sobhani fékk bréf frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem honum var tjáð að mistök hafi verið gerð þegar hann fæddist og að hann hefði aldrei átt að fá bandarískt ríkisfang. Faðir hans starfaði sem erindreki við embætti Íran í Bandaríkjunum en reglur Bandaríkjanna skilja börn erindreka undan þeirri reglu að börn þeirra fái ríkisborgararétt, fæðist þau í Bandaríkjunum. Honum var tilkynnt að hann væri ekki lengur bandarískur ríkisborgari og beint að vefsvæði þar sem gat sótt um löglegt dvalarleyfi. Sobhani segir þetta mikið áfall. Hann hafi búið í Bandaríkjunum alla sína ævi, borgað skatt, kosið forseta og þjónað samfélagi sínu. „Þegar þér er sagt, eftir 61 ár að það hafi verið gerð mistök og þú sért ekki lengur ríkisborgar, er það gífurlegt áfall,“ segir Sobhani. Mörgum spurningum ósvarað Hann segir margt í lausu lofti og skortir svör við mörgum spurningum. Þeirra á meðal er hvort hann megi enn starfa sem læknir, hvað verði um lífeyri sem hann hafi aflað sér í gegnum árin og hvort hann geti farið í brúðkaup sonar síns, sem haldið verður erlendis á næsta ári. Sobhani segist ekki hafa vitað hvort hann ætti að vekja athygli á sér og eiga á hættu að reita embættismenn sem hafa líf hans í höndum sér til reiði. Hann viti þó að stjórnsýslan geti verið hægfara og óttist að búa við óvissu um árabil. Hann hefur sent þingmönnum bréf og beðið þá um aðstoð og varið meira en fjörutíu þúsund dölum (um 5,5 milljónum króna) í lögfræðikostnað og sé engu nær um að hvenær þessi flækja sem hann situr fastur í gæti verið leyst. Perspective: A doctor tried to renew his passport. Now he s no longer a citizen. https://t.co/I7utq5q3Z3— The Washington Post (@washingtonpost) November 26, 2023 Læknirinn getur ekki leitað svara hjá foreldrum sínum um aðstæður við fæðingu hans, þar sem faðir hans er látinn og móðir hans með elliglöp. Hann hefur þó komist að því að eldri bróðir hans fæddist í Kansas, þegar faðir þeirra var í hernámi þar. Bróðir hans var þó með fæðingargalla og til að lengja dvöl sína í Bandaríkjunum og tryggja að bróðirinn kæmist í læknismeðferð, sótti faðir Sobhani um tímabundna vinnu hjá sendiráði Írans í Bandaríkjunum og vann þar í október og nóvember 1961. Stjórnendur Írans voru þá bandamenn Bandaríkjanna en Sobhani fæddist í nóvember á Walter Reed-hersjúkrahúsinu. Seinna fluttu þau til Tyrklands en Sobhani sneri aftur til að sækja skóla og verða læknir og hefur hann verið í Bandaríkjunum síðan. Hann segist ekki geta farið til Íran þar sem hann hafi gagnrýnt yfirvöld þar. Staða hans ítrekað staðfest í gegnum árin Sobhani missti ekki ríkisborgararétt sinn vegna einhvers sem hann gerði, heldur vegna mistaka sem hann kom ekki að. Í bréfinu sem hann fékk segir að þar sem foreldrar hans hafi notið pólitískrar friðhelgi, hafi það sama gilt um hann. „Þess vegna fékkst þú ekki ríkisborgararétt við fæðingu,“ segir í bréfinu samkvæmt Washington Post. „En ég fékk hann. Þeir gáfu mér hann,“ segir Sobhani. Bent er á í grein WP að stjórnsýslan í Bandaríkjunum hafi ítrekað í gegnum árin staðfest að hann væri ríkisborgari. Meðal annars í hvert sinn sem hann fékk nýtt vegabréf. Bandaríkin Íran Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Hinn 62 árs gamli Siavash Sobhani hefur um árabil starfað sem læknir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðamann Washington Post segist Sobhani hafa sent inn umsókn um nýtt vegabréf í febrúar. Í gegnum árin hafði hann þó nokkru sinnum endurnýjað vegabréf sitt án vandræða en svo fór ekki að þessu sinni. Sobhani fékk bréf frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem honum var tjáð að mistök hafi verið gerð þegar hann fæddist og að hann hefði aldrei átt að fá bandarískt ríkisfang. Faðir hans starfaði sem erindreki við embætti Íran í Bandaríkjunum en reglur Bandaríkjanna skilja börn erindreka undan þeirri reglu að börn þeirra fái ríkisborgararétt, fæðist þau í Bandaríkjunum. Honum var tilkynnt að hann væri ekki lengur bandarískur ríkisborgari og beint að vefsvæði þar sem gat sótt um löglegt dvalarleyfi. Sobhani segir þetta mikið áfall. Hann hafi búið í Bandaríkjunum alla sína ævi, borgað skatt, kosið forseta og þjónað samfélagi sínu. „Þegar þér er sagt, eftir 61 ár að það hafi verið gerð mistök og þú sért ekki lengur ríkisborgar, er það gífurlegt áfall,“ segir Sobhani. Mörgum spurningum ósvarað Hann segir margt í lausu lofti og skortir svör við mörgum spurningum. Þeirra á meðal er hvort hann megi enn starfa sem læknir, hvað verði um lífeyri sem hann hafi aflað sér í gegnum árin og hvort hann geti farið í brúðkaup sonar síns, sem haldið verður erlendis á næsta ári. Sobhani segist ekki hafa vitað hvort hann ætti að vekja athygli á sér og eiga á hættu að reita embættismenn sem hafa líf hans í höndum sér til reiði. Hann viti þó að stjórnsýslan geti verið hægfara og óttist að búa við óvissu um árabil. Hann hefur sent þingmönnum bréf og beðið þá um aðstoð og varið meira en fjörutíu þúsund dölum (um 5,5 milljónum króna) í lögfræðikostnað og sé engu nær um að hvenær þessi flækja sem hann situr fastur í gæti verið leyst. Perspective: A doctor tried to renew his passport. Now he s no longer a citizen. https://t.co/I7utq5q3Z3— The Washington Post (@washingtonpost) November 26, 2023 Læknirinn getur ekki leitað svara hjá foreldrum sínum um aðstæður við fæðingu hans, þar sem faðir hans er látinn og móðir hans með elliglöp. Hann hefur þó komist að því að eldri bróðir hans fæddist í Kansas, þegar faðir þeirra var í hernámi þar. Bróðir hans var þó með fæðingargalla og til að lengja dvöl sína í Bandaríkjunum og tryggja að bróðirinn kæmist í læknismeðferð, sótti faðir Sobhani um tímabundna vinnu hjá sendiráði Írans í Bandaríkjunum og vann þar í október og nóvember 1961. Stjórnendur Írans voru þá bandamenn Bandaríkjanna en Sobhani fæddist í nóvember á Walter Reed-hersjúkrahúsinu. Seinna fluttu þau til Tyrklands en Sobhani sneri aftur til að sækja skóla og verða læknir og hefur hann verið í Bandaríkjunum síðan. Hann segist ekki geta farið til Íran þar sem hann hafi gagnrýnt yfirvöld þar. Staða hans ítrekað staðfest í gegnum árin Sobhani missti ekki ríkisborgararétt sinn vegna einhvers sem hann gerði, heldur vegna mistaka sem hann kom ekki að. Í bréfinu sem hann fékk segir að þar sem foreldrar hans hafi notið pólitískrar friðhelgi, hafi það sama gilt um hann. „Þess vegna fékkst þú ekki ríkisborgararétt við fæðingu,“ segir í bréfinu samkvæmt Washington Post. „En ég fékk hann. Þeir gáfu mér hann,“ segir Sobhani. Bent er á í grein WP að stjórnsýslan í Bandaríkjunum hafi ítrekað í gegnum árin staðfest að hann væri ríkisborgari. Meðal annars í hvert sinn sem hann fékk nýtt vegabréf.
Bandaríkin Íran Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira