„Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 13:30 Það er mjög erfitt að halda Sigurði Péturssyni fyrir framan sig. Vísir/Bára Sigurður Pétursson átti sannkallaðan stórleik þegar Keflvíkingar rúlluðu upp nágrönnum sínum úr Grindavík í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira