Frelsi leikskólanna Stefanía Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun