Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 19:20 Lögreglan fékk nýlega heimildir til að beita rafbyssum. Þá var mikið magn skotvopna keypt til landsins vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag. Hún rifjaði upp nýlegar heimildir lögreglunnar til beitingu rafbyssa og mikið magn af skotvopnum sem keypt hefðu verið vegna leiðtogafundarins í Hörpu í sumar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir rannsóknir sýna að aukinn vopnaburður lögreglu auki á ofbeldi í samfélaginu.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn sagði að afbrotatölur sýndu ekki fram á aukið ofbeldi í samfélaginu nema hjá afmörkuðum hópi ungmenna. Hún spurði dómsmálaráðherra hvort rétta svarið væri að vopna lögregluna. „Samkvæmt rannsóknum eru lögregluþjónar sem bera rafbyssur hins vegar helmingi líklegri til að beita valdi í störfum sínum, miðað við lögreglumenn sem bera hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefur verið sýnt fram á að líklegra sé að ráðist sé á þá,“ sagði Arndís Anna. Hún spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hvort hún hefði engar áhyggjur af stigmögnun vopnaburðar á Íslandi eftir „þessar umbyltingar lögreglustarfa á Íslandi.“ „Hyggst hæstvirtur ráðherra halda áfram á sömu vegferð með aukinni hörku og hugsanlega frekari vopnavæðingu lögreglunnar. Og síðast en ekki síst, spyr ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, kemur til greina að stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu,“ sagði Arndís Anna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölgun skipulagðrar brota og vopnaburði.Vísir/Vilhem Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað á síðustu árum. „Sem dæmi má nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna skotvopna hefur nærri þrefaldast frá árinu 2016,“ sagði Guðrún. Þá hefði embætti ríkislögreglustjóra bent á að hér á landi væri aukin ógn vegna skipulagðrar brotastarfsemi og aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa væru merkjanleg hér á landi. „Ekkert hefur breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Rafbyssur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07 Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22 Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. 23. september 2023 20:07
Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. 22. september 2023 21:22
Kostnaður við rafbyssurnar áætlaður 54 milljónir króna Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ríkiskaup hafa um fyrirhuguð kaup Ríkislögreglustjóra á rafbyssum fela fyrstu kaup í sér 120 rafbyssur fyrir um 54 milljónir króna án virðisaukaskatts. 15. júní 2023 08:33