Jarðefnaeldsneyti grefur undan lífskjörum Simon Stiell skrifar 29. nóvember 2023 07:31 Undanfarin ár hefur verðbólga rýrt lífskjör víða um heim. Úrtölumenn hafa reynt að færa sér þessa kjararýrnun í nyt og halda því fram að aðgerðir í loftslagsmálum séu of dýrar og gangi gegn hagsmunum venjulegs fólks. Ekkert er fjær sannleikanum. Hræðsluáróður, sem snýst um að etja saman grænum gegn fátækum, er til þess fallinn að valda sundrungu, en oft og tíðum býr að baki skammtíma gróðavon. Einungis orku-öryggi tryggir stöðuga og efnahagslega sjálfbæra framtíð. Slíkt er einnnig á ávísun á öflugt viðnám og góða fjármögnun gegn hamförum. Hún stuðlar einnig að því að hlýnun jarðar verði takmörkuð við 1.5 gráðu. Útgjöld heimila hækka Jarðefnaeldsneyti, þar á meða kol, olía og gas, hafa átt stóran þátt í að hækka framfærslukostnað, og valda milljörðum heimila um allan heim miklum búsifjum. Verðlag hefur sveiflast til, ekki síst vegna óvissu og átaka. Þessar hækkanir valda svo keðjuverkun þegar verð á samgöngum, matvælum, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum hækkar. Í mörgum ríkjum, sem eru sérstakega háð jarðefnaeldsneyti, hækkuðu útgjöld heimila um andvirði eitt þúsund Bandaríkjadala árið 2022 (u.þ.b. 138 þúsund krónur) vegna verðhækkanna á jarðefnaeldsneyti. Neysluverð á enn eftir að hækka og hægja á hagvexti eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukast, að mati efnahagsstofnana á borð við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, Seðlabanka Indlands og Evrópska seðlabankans. Hækkun orkuverðs dregur einnig úr hagnaði fyrirtækja og dregur úr hagvexti, auk þess að grafa undan réttinum til orku um allan heim. Verðbólga kemur harðast niður á fátækustu heimilunum. Heitasta ár í 125 þúsund ár Á sama tíma fara loftslagshamfarir í vöxt í öllum ríkjum. Líklegt er að þetta ár verði hið heitasta í 125 þúsund ár. Skaðvænleg hvassviðri, ófyrirsjáanlegar rigningar og flóð, hitabylgjur og þurrkar valda ógnvænlegri eyðileggingu. Hundruð milljóna manna um allan heim verða fyrir barðinu á þessum ósköpum, sem kosta mannslíf og eyðileggja lífsviðurværi. Ekki er hægt að skrúfa fyrir krana og hætta notkun jarðefnaeldsneyti í einu vetfangi. Hins vegar eru mörg tækifæri til aðgerða enn ónotuð. Sem dæmi má nefna þá voru 7 trilljónir dala sóttir í vasa skattgreiðenda eða sparnað þeirra til að fjármagna niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Niðurgreiðslur eru ekki til þess fallnar að vernda rauntekjur fátækustu heimilanna. Fjármagn er fært til með þeim afleiðingum að skuldir þróunarríkja hækka. Nota mætti féð til þess að bæta heilsugæslu, byggja upp innviði, til dæmis á sviði hreinnar orku og flutningskerfis, eða til að auka félagslega aðstoð við fátæka. Ef notkun jarðefnaeldsneytis er hætt hægt og bítandi á ábyrgan hátt, getur slíkt hjálpað hinum fátækustu og bætt efnahag þeirra ríkja sem eru háð þessum orkugjöfum. Mörg úrræði ónotuð Við hjá Loftslagsbreytingastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Climate Change) gerðum úttekt á loftslagsaðgerðum heimsins fram til þessa og ljóst er að framfarir eru of hægar. En hún bendir einnig til að við höfum margs konar úrræði til að hraða loftslagsaðgerðum og að notkun þeirra mun styrkja hagkerfi okkar. Við höfum þekkingu og úrræði til að hraða umskiptunum og getum á sama tíma haft réttlæti að leiðarljósi og að enginn sé skilinn eftir. Milljónir manna þurfa á því að halda að valdamenn nýti sér þau úrræði sem eru fyrir hendi. Þar á meðal þarf að færa fjárfestingar í nýrri framleiðslu jarðefnaeldsneytis yfir til endurnýjanlegrar orku. Með þeim hætti má tryggja stöðuga, áreiðanlega og ódýra orku til þess að knýja hagvöxt. Þetta snýst um framboð og eftirspurn. Við sem þurfum á orku að halda til að kveikja ljósin, þurfum á því að halda að okkur sé boðið upp á hreinan valkost. Ofur-lausnamiðuð samvinna Það er ástæða til bjartsýni ef ríkisstjórnir mæta til leiks á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í ár, COP28, í Dubai með ofur-lausnamiðaða samvinnu að leiðarljósi. Þannig mætti semja um að þrefalda framleiðslugetu heimsins í endurnýjanlegri orku. Við getum tvöfaldað orkuskilvirkni heimsins. Við getum sýnt fram á að fjárveitingar til að hjálpa ríkjum að aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga og gera þær miðlægar í áætlanagerð, muni tvöfaldast. Við getum látið drauminn um loftslagsréttlæti rætast með því að stofna sjóð um tap og tjón vegna loftslagsbreytinga. Og við getum staðið við gamalt loforð um að fjármagna umskiptin og gera grein fyrir hvernig við ætlum að fjármagna næstu skref. Við munum ekki breyta öllu eins og hendi sé veifað á einum fundi. En við getum mótað þá stefnu sem framtíðin tekur á þessu ári og sett markmið um hverjar skuldbindingar einstakra þjóða verða 2025. Ég visa því á bug að láta hræðsluáróður villa mér sýn og þið ættuð að fara að dæmi mínu. Höfundur er forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verðbólga rýrt lífskjör víða um heim. Úrtölumenn hafa reynt að færa sér þessa kjararýrnun í nyt og halda því fram að aðgerðir í loftslagsmálum séu of dýrar og gangi gegn hagsmunum venjulegs fólks. Ekkert er fjær sannleikanum. Hræðsluáróður, sem snýst um að etja saman grænum gegn fátækum, er til þess fallinn að valda sundrungu, en oft og tíðum býr að baki skammtíma gróðavon. Einungis orku-öryggi tryggir stöðuga og efnahagslega sjálfbæra framtíð. Slíkt er einnnig á ávísun á öflugt viðnám og góða fjármögnun gegn hamförum. Hún stuðlar einnig að því að hlýnun jarðar verði takmörkuð við 1.5 gráðu. Útgjöld heimila hækka Jarðefnaeldsneyti, þar á meða kol, olía og gas, hafa átt stóran þátt í að hækka framfærslukostnað, og valda milljörðum heimila um allan heim miklum búsifjum. Verðlag hefur sveiflast til, ekki síst vegna óvissu og átaka. Þessar hækkanir valda svo keðjuverkun þegar verð á samgöngum, matvælum, rafmagni og öðrum lífsnauðsynjum hækkar. Í mörgum ríkjum, sem eru sérstakega háð jarðefnaeldsneyti, hækkuðu útgjöld heimila um andvirði eitt þúsund Bandaríkjadala árið 2022 (u.þ.b. 138 þúsund krónur) vegna verðhækkanna á jarðefnaeldsneyti. Neysluverð á enn eftir að hækka og hægja á hagvexti eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukast, að mati efnahagsstofnana á borð við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, Seðlabanka Indlands og Evrópska seðlabankans. Hækkun orkuverðs dregur einnig úr hagnaði fyrirtækja og dregur úr hagvexti, auk þess að grafa undan réttinum til orku um allan heim. Verðbólga kemur harðast niður á fátækustu heimilunum. Heitasta ár í 125 þúsund ár Á sama tíma fara loftslagshamfarir í vöxt í öllum ríkjum. Líklegt er að þetta ár verði hið heitasta í 125 þúsund ár. Skaðvænleg hvassviðri, ófyrirsjáanlegar rigningar og flóð, hitabylgjur og þurrkar valda ógnvænlegri eyðileggingu. Hundruð milljóna manna um allan heim verða fyrir barðinu á þessum ósköpum, sem kosta mannslíf og eyðileggja lífsviðurværi. Ekki er hægt að skrúfa fyrir krana og hætta notkun jarðefnaeldsneyti í einu vetfangi. Hins vegar eru mörg tækifæri til aðgerða enn ónotuð. Sem dæmi má nefna þá voru 7 trilljónir dala sóttir í vasa skattgreiðenda eða sparnað þeirra til að fjármagna niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Niðurgreiðslur eru ekki til þess fallnar að vernda rauntekjur fátækustu heimilanna. Fjármagn er fært til með þeim afleiðingum að skuldir þróunarríkja hækka. Nota mætti féð til þess að bæta heilsugæslu, byggja upp innviði, til dæmis á sviði hreinnar orku og flutningskerfis, eða til að auka félagslega aðstoð við fátæka. Ef notkun jarðefnaeldsneytis er hætt hægt og bítandi á ábyrgan hátt, getur slíkt hjálpað hinum fátækustu og bætt efnahag þeirra ríkja sem eru háð þessum orkugjöfum. Mörg úrræði ónotuð Við hjá Loftslagsbreytingastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Climate Change) gerðum úttekt á loftslagsaðgerðum heimsins fram til þessa og ljóst er að framfarir eru of hægar. En hún bendir einnig til að við höfum margs konar úrræði til að hraða loftslagsaðgerðum og að notkun þeirra mun styrkja hagkerfi okkar. Við höfum þekkingu og úrræði til að hraða umskiptunum og getum á sama tíma haft réttlæti að leiðarljósi og að enginn sé skilinn eftir. Milljónir manna þurfa á því að halda að valdamenn nýti sér þau úrræði sem eru fyrir hendi. Þar á meðal þarf að færa fjárfestingar í nýrri framleiðslu jarðefnaeldsneytis yfir til endurnýjanlegrar orku. Með þeim hætti má tryggja stöðuga, áreiðanlega og ódýra orku til þess að knýja hagvöxt. Þetta snýst um framboð og eftirspurn. Við sem þurfum á orku að halda til að kveikja ljósin, þurfum á því að halda að okkur sé boðið upp á hreinan valkost. Ofur-lausnamiðuð samvinna Það er ástæða til bjartsýni ef ríkisstjórnir mæta til leiks á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í ár, COP28, í Dubai með ofur-lausnamiðaða samvinnu að leiðarljósi. Þannig mætti semja um að þrefalda framleiðslugetu heimsins í endurnýjanlegri orku. Við getum tvöfaldað orkuskilvirkni heimsins. Við getum sýnt fram á að fjárveitingar til að hjálpa ríkjum að aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga og gera þær miðlægar í áætlanagerð, muni tvöfaldast. Við getum látið drauminn um loftslagsréttlæti rætast með því að stofna sjóð um tap og tjón vegna loftslagsbreytinga. Og við getum staðið við gamalt loforð um að fjármagna umskiptin og gera grein fyrir hvernig við ætlum að fjármagna næstu skref. Við munum ekki breyta öllu eins og hendi sé veifað á einum fundi. En við getum mótað þá stefnu sem framtíðin tekur á þessu ári og sett markmið um hverjar skuldbindingar einstakra þjóða verða 2025. Ég visa því á bug að láta hræðsluáróður villa mér sýn og þið ættuð að fara að dæmi mínu. Höfundur er forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun