Hált á svellinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun