Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár Matthías Már Magnússon skrifar 1. desember 2023 09:00 Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun