Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar 6. nóvember 2024 07:45 Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni. Við viljum gefa börnunum okkar heilbrigt veganesti svo þau geti skapað gott og sanngjarnt samfélag í framtíðinni. Samfélag þar sem frelsi og ábyrgð séu hornsteinar alls. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn setja eftirfarandi í öndvegi í menntamálum leik-og grunnskóla: 1. Íslenska er tungumál leik-og grunnskóla. Bæði starfsmanna og barna. Tryggja verður þeim starfsmönnum leikskóla er hafa annað tungumál að móðurmáli kennslu í íslensku til að ná amk lágmarksfærni til starfans. Íslenskukennsla barna og foreldra af erlendum uppruna er sett í algjöran forgang við komu til landsins. 2. Samvinna heimila og skóla verði byggð á traustum grunni jákvæðra gilda s.s. ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi. Mikilvægt verði að gildi lýðræðis séu í öndvegi í öllum samskiptum milli heimila, skóla og skólaheilbrigðisþjónustu. Umburðarlyndi sé haft að leiðarljósi og að frelsi til mismunandi skoðana, viðhorfa og vinnubragða sé virt. Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. 3. Fræðsluskylda tekin upp í stað skólaskyldu. Foreldrar njóti frelsis í ákvarðanatöku er kemur að grunnmenntun barna. Hvatt er til fjölbreyttara rekstrarforms skóla og að foreldrum/forsjáraðilum verði gert kleift í krafti eigin þekkingar eða í samvinnu við aðra að sjá um fræðslu barna skv. aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Fjármagn fylgi hverju barni óháð rekstrarformi skólans á jafnræðisgrundvelli. Ábyrgðaraðili rekstrareiningar sé íslenskur ríkisborgari. 4. Reglubundið eftirlit með lestrarkunnáttu, lesskilningi og stærðfræðigetu barna og ungmenna með endurupptöku á samræmdum prófum. 5. Ástundun í litakóðum og einkunnir í bókstöfum lagðar niður. Sama gildir staðbundin punktakerfi. Einkunnaskalinn frá 1-10 er auðskiljanlegur og einfaldur í notkun. 6. Skráning persónuupplýsinga barna í Mentor verði hætt. 7. Umdeildar kenningar úr gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna eins og t.d. hinsegin fræði, (e. Queer Theory) Critical Theory og Critical Race Theory séu ekki kennd börnum sem um staðreyndir séu að ræða. 8. Hollustuhættir í skólastarfi Næringarrík fæða – hreyfing og snjalltækjalaus skóli. Nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. Nemendur tileinki sér mikilvægi reglubundinnar hreyfingar sem hentar þeim. Nemendur efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningar og sköpunar. Grunnskólar séu snjalltækjalausir vinnustaðir og unnið sé meira markvisst í þágu félagsfærni og gegn einmanaleika, depurð og kvíða. 9. Horfið sé frá „skóla án aðgreiningar“ og sérkennslufræði tekin upp að nýju. Sérhverju barni sé tryggð skólaganga þar sem athyglinni er beint að hæfileikum og styrkleikum þess. 10. Raunveruleikatengsl barna stórefld Eftir 15 ára reynslu áhrifa samfélagsmiðla á börn og ungmenni er það augljóst að brýna þarf fyrir börnum að temja sér eðlislægt skynbragð á raunveruleikann með tilkomu svokallaðrar gervigreindar. 11. Pólitískar alþjóðastofnanir ekki hlutaðeigandi í íslensku skólastarfi Aðalnámskrá leik-og grunnskóla sé ætíð í höndum íslenskra fagaðila sem starfa sjálfstætt og án skuldbindinga við erlend samtök og/stofnanir. Íslenskt samfélag er á krossgötum. Við getum ekki sætt okkur við samfélag þar sem helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns. Við getum ekki unað við samfélag þar sem börnin okkar hafa aldrei verið eins vansæl. Við verðum að velta ábyrgðinni á fræðslu barna og ungmenna á okkur öll sameiginlega. Ef ekki, þá heldur áfram að molna úr stoðum lýðræðissamfélagsins og lífskjörin okkar hrörna í takt. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni. Við viljum gefa börnunum okkar heilbrigt veganesti svo þau geti skapað gott og sanngjarnt samfélag í framtíðinni. Samfélag þar sem frelsi og ábyrgð séu hornsteinar alls. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn setja eftirfarandi í öndvegi í menntamálum leik-og grunnskóla: 1. Íslenska er tungumál leik-og grunnskóla. Bæði starfsmanna og barna. Tryggja verður þeim starfsmönnum leikskóla er hafa annað tungumál að móðurmáli kennslu í íslensku til að ná amk lágmarksfærni til starfans. Íslenskukennsla barna og foreldra af erlendum uppruna er sett í algjöran forgang við komu til landsins. 2. Samvinna heimila og skóla verði byggð á traustum grunni jákvæðra gilda s.s. ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi. Mikilvægt verði að gildi lýðræðis séu í öndvegi í öllum samskiptum milli heimila, skóla og skólaheilbrigðisþjónustu. Umburðarlyndi sé haft að leiðarljósi og að frelsi til mismunandi skoðana, viðhorfa og vinnubragða sé virt. Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. 3. Fræðsluskylda tekin upp í stað skólaskyldu. Foreldrar njóti frelsis í ákvarðanatöku er kemur að grunnmenntun barna. Hvatt er til fjölbreyttara rekstrarforms skóla og að foreldrum/forsjáraðilum verði gert kleift í krafti eigin þekkingar eða í samvinnu við aðra að sjá um fræðslu barna skv. aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Fjármagn fylgi hverju barni óháð rekstrarformi skólans á jafnræðisgrundvelli. Ábyrgðaraðili rekstrareiningar sé íslenskur ríkisborgari. 4. Reglubundið eftirlit með lestrarkunnáttu, lesskilningi og stærðfræðigetu barna og ungmenna með endurupptöku á samræmdum prófum. 5. Ástundun í litakóðum og einkunnir í bókstöfum lagðar niður. Sama gildir staðbundin punktakerfi. Einkunnaskalinn frá 1-10 er auðskiljanlegur og einfaldur í notkun. 6. Skráning persónuupplýsinga barna í Mentor verði hætt. 7. Umdeildar kenningar úr gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna eins og t.d. hinsegin fræði, (e. Queer Theory) Critical Theory og Critical Race Theory séu ekki kennd börnum sem um staðreyndir séu að ræða. 8. Hollustuhættir í skólastarfi Næringarrík fæða – hreyfing og snjalltækjalaus skóli. Nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. Nemendur tileinki sér mikilvægi reglubundinnar hreyfingar sem hentar þeim. Nemendur efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningar og sköpunar. Grunnskólar séu snjalltækjalausir vinnustaðir og unnið sé meira markvisst í þágu félagsfærni og gegn einmanaleika, depurð og kvíða. 9. Horfið sé frá „skóla án aðgreiningar“ og sérkennslufræði tekin upp að nýju. Sérhverju barni sé tryggð skólaganga þar sem athyglinni er beint að hæfileikum og styrkleikum þess. 10. Raunveruleikatengsl barna stórefld Eftir 15 ára reynslu áhrifa samfélagsmiðla á börn og ungmenni er það augljóst að brýna þarf fyrir börnum að temja sér eðlislægt skynbragð á raunveruleikann með tilkomu svokallaðrar gervigreindar. 11. Pólitískar alþjóðastofnanir ekki hlutaðeigandi í íslensku skólastarfi Aðalnámskrá leik-og grunnskóla sé ætíð í höndum íslenskra fagaðila sem starfa sjálfstætt og án skuldbindinga við erlend samtök og/stofnanir. Íslenskt samfélag er á krossgötum. Við getum ekki sætt okkur við samfélag þar sem helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns. Við getum ekki unað við samfélag þar sem börnin okkar hafa aldrei verið eins vansæl. Við verðum að velta ábyrgðinni á fræðslu barna og ungmenna á okkur öll sameiginlega. Ef ekki, þá heldur áfram að molna úr stoðum lýðræðissamfélagsins og lífskjörin okkar hrörna í takt. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar