Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:26 Til stendur að vísa tólf ára dreng frá Palestínu úr landi án fjölskyldu sinnar. Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum. Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum.
Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira