Sendiherra sakaður um að njósna fyrir Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 23:52 Manuel Rocha var meðal annars leiddur í gildru af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981. Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum. Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Rocha, sem er 73 ára gamall, er meðal annars sagður hafa fundað með útsendurum leyniþjónustu Kúbu og sagt bandarískum embættismönnum lygar um ferðalög sín og samskipti við erlenda aðila. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að bandarískir embættismenn hafi sagt að leyniþjónusta Kúbu hafi lengi lagt mikið púður í það að „snúa“ embættismönnum. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa í gegnum árin verið sagðir góðir í sínum störfum. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir Merrick Garland, dómsmálaráðherra, að um sé að ræða eitthvað versta tilvik njósna í sögu Bandaríkjanna. Fáir jafn hátt settir hafi njósnað gegn Bandaríkjunum og í jafn langan tíma og Rocha. „Við höldum því fram að í meira en fjörutíu ár hafi Victor Manuel Rocha starfað sem útsendari ríkisstjórnar Kúbu og leitað að og fengið störf innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem veittu honum aðgang að leynilegum upplýsingum og aðstæður til að hafa áhrif á utanríkisstefnu bandaríkjanna,“ segir Garland. Hann segir að glæpum Rocha verði mætt af fullum mætti dómsmálaráðuneytisins. Starfaði lengi í utanríkisráðuneytinu Rocha er bandarískur ríkisborgari en er upprunalega frá Kólumbíu. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá 1981 til 2002. Á þeim tíma var hann meðal annars hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Argentínu og sendiherra í Bólivíu. Þegar hann var sendiherra í Bólivíu vakti hann mikla reiði þar þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu láta af fjárhagslegri aðstoð við ríkið ef hinn vinstri sinnaði fyrrverandi kókaínframleiðandi, Evo Morales, yrði kjörinn forseti. Þetta vakti mikla reiði í Bólivíu, samkvæmt AP, og er talið að ummælin hafi gefið Morales byr undir báða vængi. Þegar hann var síðan kjörinn forseti nokkrum árum síðar var hann fljótur að vísa arftaka Rocha úr landi. Rocha starfaði einnig á Ítalíu, í Hondúras, Mexíkó og í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann sérfræðingur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Suður-Ameríku um tíma. Eftir að hann hætti að vinna fyrir utanríkisráðuneytið er hann sakaður um að hafa stutt Kúbumenn með öðrum hætti. Hann var til að mynda sérstakur ráðgjafi yfirstjórnar Bandaríkjahers í suðri, þess hluta hersins sem starfar meðal annars í Karíbahafinu, frá 2006 til 2012. Sagðist hafa sannað sig 1973 Ráðuneytið hefur ekki sagt hvernig njósnaferill Rocha á að hafa byrjað eða hvort hann hafi lekið mikilvægum upplýsingum, ef einhverjum, til Kúbumanna. Ákæran gegn Rocha byggir á orðun hans til útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem þóttist vera kúbverskur njósnari og hitti Rocha reglulega á einu ári. Starfsmenn FBI komu höndum yfir upplýsingar um tengsl Rocha við Kúbu í fyrra og hófst í kjölfarið leynileg aðgerð þar sem áðurnefndur útsendari þóttist vera njósnari og boðaði Rocha á fund og í kjölfarið urðu fundirnir fleiri. Á þessum fundum er Rocha sagður hafa stært sig af störfum sínum fyrir Kúbu á undanförnum fjörutíu árum. Hann sagðist einnig hafa sannað hollustu sína fyrst í Chile árið 1973, sama ár og Augusto Pinochet tók þar völdin. Saksóknarar segja Rocha hafa beitt klassískum brögðum til að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þessi brögð mun hann hafa lært af Kúbumönnum.
Bandaríkin Kúba Bólivía Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira