Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 09:47 Bílasölur eiga erfitt með að gera áætlanir fyrir næsta ár vegna óvissu um gjaldtöku og styrkjum vegna rafbílasölu. Vísir/Vilhelm Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira