Horfum í spegil Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. desember 2023 09:15 Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan. Hvað Ísland varðar þá sýna niðurstöðurnar fram á að eitthvað hefur farið úrskeiðis í okkar samfélagi þegar kemur að undirbúningi ungs fólks fyrir þátttöku í flóknu og lýðræðislegu samfélagi. Ísland stendur mjög langt að baki öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við á þeim þeim akademísku sviðum sem mæld eru í könnuninni. Þetta er staða sem þarf að taka alvarlega. Þegar við skoðum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Bretland, Þýskaland og Bandaríkin þá er niðurstaða Íslands lökust á öllum sviðum og oftast þannig að miklu munar. Þar að auki hefur einkunn Íslands lækkað einna hraðast frá mælingunni 2018. Staðan er ekki síður umhugsunarverð þar sem við verjum næsthæsta hlutfalli landsframleiðslu til grunn- og framhaldsskóla miðað við önnur OECD ríki. Þessar niðurstöður eru samt ekki einkamál neins hér á landi. Það er óásættanlegt ef vitsmunalegur undirbúningur íslenskra ungmenna fyrir framtíðina er lakari en í öðrum löndum. Það er einnig umhugsunarvert að niðurstöður Íslands sýna ekki einungis fram á mjög slakan meðaltalsárangur, heldur ná miklu færri nemendur afbragðsárangri hér heldur en annars staðar. Er hugsanlegt að hér á landi séum við farin að tortryggja árangur og grafa undan trúnni á að akademískur og vitsmunalegur þroski sé eftirsóknarverður? Getur verið að opinber umræða einkennist um of ofureinföldun og innihaldslitlum frösum og aukaatriðum? Þurfum við sem berum ábyrgð á uppeldi barna okkar að standa okkur betur í að undirstrika mikilvægi lestrar og innihaldsríkrar dægrardvalar á kostnað hugsunarlauss gláps og næringarsnauðrar afþreyingar? Ýta efnistök fjölmiðla undir vitsmunalega þroskaða umræðu í samfélaginu? Gerir skólakerfið okkar nægilegar kröfur til árangurs bæði kennara og nemenda? Er fjölbreytni og nýsköpun innan skólakerfis og námsgagnaútgáfu nægilegt? Er svigrúm og sjálfstæði kennara nægilega mikið? Er sú vellíðan sem felst í því að vinna sigur á erfiðum verkefnum vanmetin og eru þægindin sem felast í að komast hjá þeim ofmetin? Það skiptir máli hvernig samfélagið metur og talar um hluti. Við þurfum að sýna að við berum virðingu fyrir vísindum og vitsmunalegum og menningarlegum árangri. Við þurfum líka að sýna að við berum virðingu fyrir eljusemi og þrautseigju þeirra sem reyna að öðlast skilning og færni á flóknum viðfangsefnum. Og við foreldrar þurfum að sýna kennurum barnanna okkar virðingu, gefa þeim vinnufrið og styðja við möguleika þeirra til þess að halda uppi góðum aga og vinnubrögðum í kennslustofunni. Til þess að finna lausnir og leiðrétta kúrsinn þurfum við að horfast saman í augu við slæma stöðu, hlusta á sérfræðinga en taka líka ábyrgð á því sem við getum. Sú vonda staða sem við erum í gerðist ekki sjálfkrafa og mun ekki lagast sjálfkrafar. Eitthvað hefur brugðist og lausnirnar eru eflaust hvorki einfaldar né einhlítar. Mikilvægast af öllu er að þora að horfast í augu við stöðuna, afneita ekki vandanum og láta ekki hugfallast. Heimurinn er flókinn og verður ekki einfaldari. Við öll sem berum ábyrgð á framtíð samfélagsins okkar—og það gerum við vissulega öll hvort sem við erum kjörnir fulltrúar, kennarar, skólastjórar, foreldrar eða ábyrgir borgarar—þurfum að taka alvarlega þessa hrikalega niðurstöðu og þá þróun sem hefur orðið á færni íslenskra ungmenna á undanförnum árum. Við þurfum að opna augun, horfa fyrst í spegil og svo í kringum okkur og finna leiðir til þess að gera gagn. Við þessa stöðu getum við ekki unað. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun