Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun