Óskhyggja er ekki skjól Hörður Arnarson skrifar 9. desember 2023 10:01 Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Hörður Arnarson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar