Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2023 14:31 Kristrún að hlusta á Sigurjón Erlingsson í ræðustól á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira