Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. desember 2023 14:00 Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar