Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 08:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum. Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum.
Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira