Lars fylgist grannt með íslenska landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Lars kom íslenska karlalandsliðinu á stórmót í fyrsta sinn í sögunni. Á EM 2016 komst íslenska landsliðið alla leið í 8-liða úrslit mótsins. Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá því Lars Lagerbäck starfaði sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fylgist hann enn grannt með gengi liðsins. Íslenska landsliðið hefur gengið í gegnum brösótta tíma í ár. Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu um mitt ár þegar að Age Hareide var ráðinn inn í stað Arnars Þórs Viðarssonar. Íslandi tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs í gegnum undankeppnina en eygir möguleika á EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar þar sem liðið á leik gegn Ísrael í undanúrslitum í mars á næsta ári. Lars náði á sínum tíma glæsilegum árangri sem landsliðsþjálfari Íslands og þó svo að hann sé farinn af landi brott missir hann varla úr leik hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Hareide sem hann þekkir vel. „Að einhverju leiti til má segja að það hafi verið auðvelt fyrir hann að taka við starfinu því að það hafði ekki verið að ganga vel hjá íslenska landsliðinu undir stjórn þjálfarans á undan honum. Íslenska landsliðið hefur kannski verið í svipuðum sporum og það sænska. Nokkrir af reyndari leikmönnunum eru ekki lengur til staðar.“ „Ég hef verið að fylgjast með gangi mála hjá íslenska landsliðinu. Sé vel flesta leiki liðsins í sjónvarpinu. Liðið hefur þurft að fóta sig í fjarveru Gylfa Þórs sem er nú að koma aftur, Aron Einar hefur einnig verið fjarverandi og svo nefni ég sem dæmi Kolbein Sigþórsson sem er ekki lengur að spila. Þessir leikmenn mynduðu hryggjarstykkið hjá mér með íslenska landsliðið ásamt öðrum leikmönnum.“ Hareide sé að stórum hluta til nú með ungt og reynslulítið landslið í höndunum. „Þar er að finna nokkra spennandi sóknarþenkjandi leikmenn en það sama er kannski ekki hægt að segja um varnarhlutverkin, hugsa ég, en hef nú ekki rætt við Hareide um það. Áskorunin fyrir hann er að finna þetta jafnvægi milli varnar og sóknar í liðinu. Ég tel það mikilvægan þátt í þessu, sér í lagi þegar Ísland er að spila á móti stærri liðum. Maður getur ekki lagt stóru þjóðirnar að velli með því að spila á þeirra forsendum. Íslenska landsliðið verður að fara sínar eigin leið og um leið búa yfir þessu jafnvægi sem og góðu skipulagi. Þetta hafa verið krefjandi tímar fyrir þetta unga lið en vonandi mun það geta slegið frá sér og komist aftur á sigurbraut.“ „Möguleikinn á EM-sætinu er enn til staðar en liðið er að fara mæta erfiðum andstæðingum í umspilinu. Þetta verður því erfitt en vonandi verða leikmenn eins og Aron Einar og Gylfi Þór 100%. Það myndi gefa liðinu mikið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Tengdar fréttir Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. 8. desember 2023 13:53 EM 2024: Ísland myndi vera með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu í riðli Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Komist Ísland á mótið munu strákarnir vera í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. 2. desember 2023 18:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Íslandi tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs í gegnum undankeppnina en eygir möguleika á EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar þar sem liðið á leik gegn Ísrael í undanúrslitum í mars á næsta ári. Lars náði á sínum tíma glæsilegum árangri sem landsliðsþjálfari Íslands og þó svo að hann sé farinn af landi brott missir hann varla úr leik hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Hareide sem hann þekkir vel. „Að einhverju leiti til má segja að það hafi verið auðvelt fyrir hann að taka við starfinu því að það hafði ekki verið að ganga vel hjá íslenska landsliðinu undir stjórn þjálfarans á undan honum. Íslenska landsliðið hefur kannski verið í svipuðum sporum og það sænska. Nokkrir af reyndari leikmönnunum eru ekki lengur til staðar.“ „Ég hef verið að fylgjast með gangi mála hjá íslenska landsliðinu. Sé vel flesta leiki liðsins í sjónvarpinu. Liðið hefur þurft að fóta sig í fjarveru Gylfa Þórs sem er nú að koma aftur, Aron Einar hefur einnig verið fjarverandi og svo nefni ég sem dæmi Kolbein Sigþórsson sem er ekki lengur að spila. Þessir leikmenn mynduðu hryggjarstykkið hjá mér með íslenska landsliðið ásamt öðrum leikmönnum.“ Hareide sé að stórum hluta til nú með ungt og reynslulítið landslið í höndunum. „Þar er að finna nokkra spennandi sóknarþenkjandi leikmenn en það sama er kannski ekki hægt að segja um varnarhlutverkin, hugsa ég, en hef nú ekki rætt við Hareide um það. Áskorunin fyrir hann er að finna þetta jafnvægi milli varnar og sóknar í liðinu. Ég tel það mikilvægan þátt í þessu, sér í lagi þegar Ísland er að spila á móti stærri liðum. Maður getur ekki lagt stóru þjóðirnar að velli með því að spila á þeirra forsendum. Íslenska landsliðið verður að fara sínar eigin leið og um leið búa yfir þessu jafnvægi sem og góðu skipulagi. Þetta hafa verið krefjandi tímar fyrir þetta unga lið en vonandi mun það geta slegið frá sér og komist aftur á sigurbraut.“ „Möguleikinn á EM-sætinu er enn til staðar en liðið er að fara mæta erfiðum andstæðingum í umspilinu. Þetta verður því erfitt en vonandi verða leikmenn eins og Aron Einar og Gylfi Þór 100%. Það myndi gefa liðinu mikið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Tengdar fréttir Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. 8. desember 2023 13:53 EM 2024: Ísland myndi vera með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu í riðli Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Komist Ísland á mótið munu strákarnir vera í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. 2. desember 2023 18:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. 8. desember 2023 13:53
EM 2024: Ísland myndi vera með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu í riðli Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Komist Ísland á mótið munu strákarnir vera í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. 2. desember 2023 18:05