Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 14:59 Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar. Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar.
Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira