Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Alexandra Briem skrifar 15. desember 2023 10:31 Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Strætó Neytendur Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun